lau 22. júlí 2017 14:34
Elvar Geir Magnússon
EM í Hollandi
Byrjunarlið Íslands: Katrín inn - Agla María á bekkinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:00 verður flautað til leiks Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í Hollandi. Þetta er leikur í annarri umferð C-riðils mótsins en bæði lið töpuðu í fyrstu umferð

Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarliðið en Ísland má alls ekki tapa þessum leik.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Það er ein breyting á byrjunarliði Íslands frá tapinu svekkjandi gegn Frakklandi. Katrín Ásbjörnsdóttir kemur inn en Agla María Albertsdóttir fer á bekkinn.

Af byrjunarliði Sviss er það að frétta að liðið er án beggja miðvarða sinna. Rahel Kiwic, sem fékk rautt spjald gegn Austurríki, er í banni og fyrirliðinn Caroline Abbe er meidd og er ekki leikfær.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner