Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 22. júlí 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni Th. tók sjálfu með starfshópnum - „Áfram Ísland!"
Guðni Th. er í Hollandi.
Guðni Th. er í Hollandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er að skemmta sér vel í Hollandi.

Þar fylgist hann með stelpunum okkar í íslenska kvennalandsliðinu spila á Evrópumótinu.

Hann mætti á fyrsta leik Íslands gegn Frakklandi, en þar tapaði íslenska liðið með miklum naumindum.

Í vikunni snæddi Guðni síðan með stelpunum, en þar var mikið hlegið. Fanndís Friðriksdóttir skammaði Guðna fyrir að mæta seint.

Guðni ætlar að mæta á leik Íslands og Sviss í dag, en fyrir þann leik birti hann mynd á Facebook-síðu sinni.

Um er að ræða sjálfsmynd, sjálfu, með starfshópi landsliðsins.

„Nú er stórleikur framundan hjá stelpunum okkar á Evrópumótinu í knattspyrnu. Fyrr í vikunni fékk ég að hitta þær á hótelinu þeirra í Hollandi og kynntist þá þeirri samheldni, ákveðni, bjartsýni og fagmennsku sem einkennir hópinn. Allir standa saman, allir læra af mótlæti, allir staðráðnir í að gera alltaf betur. Og allir hafa hlutverk, allir eru virtir. Læt fylgja hér sjálfu með "dökkbláa teyminu", hluta fólksins sem sér um að landsliðið geti einbeitt sér að æfingum og leikjum. Áfram Ísland!" skrifar Guðni við myndina.

Hér að neðan má sjá myndina.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner