Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 22. júlí 2017 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso: Keflavík á sigurbraut - Flautumark á Selfossi
Keflvíkingar unnu í Fjarðabyggðarhöllinni.
Keflvíkingar unnu í Fjarðabyggðarhöllinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir voru að klárast í Inkasso-deildinni.

Keflavík, sem tapaði sínum síðasta leik eftir að hafa unnið sjö leiki í röð þar áður heimsótti Leikni F. í Fjarðabyggðarhöllina.

Leiknismenn reyndust Keflvíkingum erfiðir, en það voru gestirnir sem höfðu að lokum betur.

Lokatölur voru 4-2 fyrir Keflavík, sem er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Þrótti R.. Leiknir F. er á botni deildarinnar.

Á Selfossi vann Þór Akureyri með flautumarki. Selfoss komst tvisvar yfir, en Gunnar Örvar Stefánsson og Jóhann Helgi Hannesson sáu til þess að Þórsarar færu heim með stigin þrjú.

Sigurmark Jóhanns Helga kom á 92. mínútu.

Þór er að gera flotta hluti. Þeir eru með 22 stig í fjórða sæti á meðan Selfoss er í sjötta sætinum með 18 stig.

Leiknir F. 2 - 4 Keflavík
1-0 Valdimar Ingi Jónsson ('4)
1-1 Frans Elvarsson ('8)
1-2 Adam Árni Róbertsson ('49)
2-2 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('80)
2-3 Fannar Orri Sævarsson ('84)
2-4 Jeppe Hansen ('90)
Lestu nánar um leikinn

Selfoss 2 - 3 Þór
1-0 James Mack ('43)
1-1 Stipe Barac ('54)
2-1 Svavar Berg Jóhannsson ('73)
2-2 Gunnar Örvar Stefánsson ('78)
2-3 Jóhann Helgi Hannesson ('92)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner