Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 22. júlí 2017 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City nær samkomulagi um kaup á Mendy
Borga meira en 51 milljón punda fyrir hann
Á leið til Manchester City.
Á leið til Manchester City.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur komist að samkomulagi við Mónakó um kaup á bakverðinum Benjamin Mendy. City mun borga meira en 51 milljón punda fyrir hann samkvæmt Sky Sports.

Hinn 23 ára gamli Mendy er á leið til Bandaríkjanna, þar sem City er í æfingaferð, í læknisskoðun.

Mónakó, sem varð franskur meistari á síðastliðnu tímabili, vildi fá meira en 50 milljónir punda og núna er ósk þeirra að rætast.

City hefur verið í leit að vinstri bakverði þar sem Pablo Zabaleta og Gael Clichy fóru báðir að síðasta tímabili loknu. Nú er Aleksandar Kolarov einnig á förum, hann er á leið til Roma.

Mendy, sem átti frábært tímabil með Mónakó, vill fara til Englands og spila í ensku úrvalsdeildinni.

Mónakó hefur nú þegar fundið arftaka fyrir Mendy, en félagið keypti á dögunum Terence Kongolo frá Fayenoord fyrir 12 milljónir punda.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner