lau 22. júlí 2017 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Fanndís lauk 405 mínútna bið eftir íslensku marki
Fanndís skoraði mark Íslands.
Fanndís skoraði mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan er 1-1 hjá Íslandi og Sviss á Evrópumótinu í Hollandi.

Lítið er eftir af fyrri hálfleiknum.

Fyrsta mark Ísland á þessu móti gerði Fanndís Friðriksdóttir eftir magnaða sendingu frá Dagnýju Brynjarsdóttur.

„SVAKALEGA FALLEGT MARK!!! Katrín vann boltann, Dagný átti síðan SNILLDARSENDINGU á Fanndísi sem átti samt eftir að gera helling.Fanndís nýtti hraðann, hljóp af sér varnarmann og komst inn í teiginn. Átti svo hnitmiðað skot í fjærhornið!" skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu hjá Fótbolta.net.

Með þessu marki Fanndísar lauk 405 mínútna bið eftir marki hjá íslenska kvennalandsliðinu.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Sviss jafnaði metin stuttu síðar og það stefnir allt í það að staðan verði jöfn þegar liðin ganga til búningsklefa.

Hér að neðan má sjá myndband af marki Íslands.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner