Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 22. júlí 2017 15:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Íslenskir stuðningsmenn í stuði fyrir leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú styttist heldur betur í leik Íslands og Sviss á EM í Hollandi.

Íslenskir stuðningsmenn létu vel í sér heyra á fyrsta leiknum í riðlinum gegn Frakklandi á þriðjudag og búast má við því að sama verði upp á teningnum í kvöld.

Um 3000 íslenskir stuðningsmenn verða á Tjarnarhæðinni í Doetinchem í dag.

Stuðningsmenn hafa líka látið vel í sér heyra fyrir leik.

Hér að neðan má sjá myndband sem birt var Twitter-síðu Evrópumótsins af íslenskum stuðningsmönnum.

Áfram Ísland!




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner