Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. júlí 2017 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Þarna átti fyrirliði Sviss að fá rautt
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lara Dickenmann, fyrirliði Sviss, var stálheppin að vera inn á vellinum þegar dómarinn flautaði til leiksloka hjá Íslandi og Sviss á Evrópumótinu í Hollandi í dag.

Hún átti mögulega að fjúka út af í byrjun leiks fyrir brot á Dagnýju Brynjarsdóttur, en þá fékk hún gult spjald.

Sjá einnig:
Átti fyrirliði Sviss að fá rautt í byrjun leiks?

Í seinni hálfleik var hún aftur á ferðinni.

Þá braut hún af Hólmfríði Magnúsdóttir, en það var brot sem verðskuldaði klárlega gult spjald.

Rússneskur dómari leiksins sá hins vegar ekki ástæðu til að gefa Dickenmann sitt annað gula spjald.

„Dickenmann sem er á gulu spjaldi brýtur af sér. Fær ekki gult spjald. Áhorfendur baula. Hún fór ansi harkalega í Hólmfríði, samkvæmt mínum bókum á þetta ekki að vera neitt annað en gult spjald. Það er nóg af lélegum dómurum á þessu móti," sagði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.




Dickenmann kláraði leikinn, en hún skoraði fyrra mark Sviss í 2-1 sigri á Ísland. Grátleg niðurstaða í Hollandi í dag.

Hér að neðan má sjá seinna brot Dickenmann í leiknum.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner