Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. júlí 2017 09:10
Elvar Geir Magnússon
Neymar segist vera á leið til PSG
Powerade
Neymar til Parísar?
Neymar til Parísar?
Mynd: Getty Images
Það gæti tekið tíma fyrir Lacazette að aðlagast.
Það gæti tekið tíma fyrir Lacazette að aðlagast.
Mynd: Getty Images
Börsungar horfa til Coutinho.
Börsungar horfa til Coutinho.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan laugardag. Slúðurpakki dagsins er skrifaður frá Putten í Hollandi.

Neymar (25), framherji Barcelona, hefur sagt liðsfélögum sínum það að hann sé á leið til Paris St-Germain. Franska félagið ætlar að borga metupphæð til að fá brasilíska leikmanninn. (Le Parisen)

Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, segir að fréttir sem orða Neymar við PSG séu eingöngu „slúðursögur" og að Börsungar vilji að hann verði áfram. (Metro)

Javier Mascherano leikmaður Barcelona telur að spænska félagið geti reitt sig á Neymar og segir að hann sé framtíð félagsins. (ESPN)

Barcelona ætlar að reyna að fá Argentínumanninn Paulo Dybala (23) frá Juventus ef Neymar fer. (Mundo Deportivo)

Manchester City hefur náð samkomulag við Mónakó um 51 milljóna punda verðmiða á bakverðinum Benjamin Mendy (23).
(L'Equipe)


PSG er tilbúið að gera 70 milljóna punda tilboð í framherjann Alexis Sanchez (28) hjá Arsenal og bjóða honum 400 þúsund pund í vikulaun. (Daily Mirror)

Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að það geti tekið sinn tíma fyrir Alexandre Lacazette (26) að aðlagast enska boltanum. Pires telur að Lacazette muni slá í gegn hjá Arsenal en bendir á að það hafi tekið sjálfan sig 6-7 mánuði að aðlagast deildinni. (Goal)

Manchester United hefur gert 35 milljóna punda tilboð í miðjumanninn Nemanja Matic (28) hjá Chelsea. United hefur fengið þær upplýsingar að félagið geti fengið hann fyrir 50 milljónir punda. (Daily Mirror)

Real Madrid hefur náð samkomulagi við Mónakó og Kylian Mbappe (18) um metkaupverð á sóknarmanninum, 120 milljónir punda. (Sun)

Barcelona hefur látið Philippe Coutinho (25), sóknarmiðjumann Liverpool, vita af því að félagið muni snúa sér að Ousmane Dembele (20) hjá Borussia Dortmund ef Liverpool hafnar tilboði þess. (Sun)

Arsenal og Crystal Palace eru að ná samkomulagi um að varnarmaðurinn Calum Chambers (22) fari á Selhurst Park. (Guardian)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur áhuga á Fernando Llorente (32) sóknarmanni Swansea og vill fá hann sem varamann fyrir Alvaro Morata. Swansea vill 30 milljónir punda fyrir Morata. (Independent)

Englandsmeistararnir vilja einnig fá Alex Oxlade-Chamberlain (23) frá Arsenal. (Sky Sports)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar að segja Philippe Coutinho að hann geti ekki yfirgefið Liverpool fyrir Barcelona. (Times)

Joe Gomez (20), miðvörður Liverpool, vill vera áfram á Anfield frekar en að fara á lán til Brighton. (Liverpool Echo)

Jack Wilshere (25), miðjumaður Arsenal, er nú orðaður við Swansea. Wilshere er metinn á 20 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Rudi Garcia, stjóri Marseille, hefur staðfest að Olivier Giroud (30), sóknarmaður Arsenal, sé ekki á leið í franska félagið. (Standard)

Birmingham City hefur hafnað fyrsta tilboði Hull City í varnarmanninn Ryan Shotton (28). (Birmingham Mail)

Rafael Benítez stjóri Newcastle segir að félagið sé í leit að sóknarmanni. Newcastle er komið aftur í deild þeirra bestu.(Newcastle Chronicle)

Mauricio Pochettino stjóri Tottenham er ánægður með rólegan sumarglugga félagsins. Hann hefur mikla trú á ungum leikmannahópi Spurs. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner