lau 22. júlí 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Oxlade-Chamerlain næstur á innkaupalista Chelsea
Mynd: Getty Images
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata gekk í gær í raðir Chelsea. Lundúnarfélagið er ekki hætt að versla, en sá næsti á innkaupalistanum er Alex Oxlade-Chamberlain, leikmaður Arsenal.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sagt að það séu 100% líkur á því að Oxlade-Chamberlain verði áfram hjá félaginu, en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.

Samkvæmt Sky Sports vill leikmaðurinn ekki skrifa undir nýjan samning og hann er búinn að greina Wenger frá því.

Manchester City og Liverpool hafa líka áhuga á hinum 23 ára gamla Oxlade-Chamberlain.

Arsenal er á leið heim til Englands eftir að hafa tapaði 3-0 í æfingaleik gegn einmitt Chelsea í Kína í dag. Planið hjá Chelsea er að hefja viðræður á næstu dögum, eftir heimkomu Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner