Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. júlí 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pires: Lacazette þarf tíma til að aðlagast
Lacazette ásamt Arsene Wenger, stjóra Arsenal.
Lacazette ásamt Arsene Wenger, stjóra Arsenal.
Mynd: Getty Images
Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að það gæti tekið nokkra mánuði fyrir landa sinn, Alexandre Lacazette, að komast í gang hjá Lundúnarfélaginu. Lacazette er dýrastur í sögu Arsenal.

Pires kom til Arsenal árið 2000 og hann segir að það hafi tekið 6-7 mánuði fyrir sig að aðlagast.

„Ég held að hann muni slá í gegn," sagði Pires við BBC. „Hann þarf samt tíma til að aðlagast."

Lacazette skoraði í sínum fyrsta æfingaleik með Arsenal, en Pires telur að það muni taka hann tíma að venjast enskum fótbolta.

„Hann er góður sóknarmaður sem skoraði fullt af mörkum fyrir Lyon. Auðvitað verður þetta erfitt til að byrja með vegna þess að það er ekki það sama að spila í Frakklandi og Englandi."

„Kannski þarf hann tíma til að aðlagast, en allir í kringum hann eru mjög mikilvægir, sérstaklega Frakkarnir."
Athugasemdir
banner
banner