Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 22. júlí 2017 08:30
Elvar Geir Magnússon
PSG ætlar að kaupa Neymar og Sanchez
Nasser al Khelaifi.
Nasser al Khelaifi.
Mynd: Getty Images
Neymar til PSG?
Neymar til PSG?
Mynd: Getty Images
Frönsku risarnir í Paris Saint-Germain eru bjartsýnir á að geta keypt Neymar frá Barcelona og Alexis Sanchez frá Arsenal á næstu dögum. Það yrðu ein stærstu tvöföldu kaup í sögunni.

Nasser al Khelaifi, stjórnarformaður PSG, er að vinna í að gera Neymar að dýrasta leikmanni heims með því að kaupa hann á 199 milljónir punda.

Þá er Antero Henrique, íþróttastjóri PSG, að einbeita sér að því að landa Sanchez. Henrique eyddi síðdegi föstudagsins með Sanchez og umboðsmanni hans á Royal Monceau hótelinu í París.

PSG þarf svo að sannfæra Arsenal um að selja leikmanninn en hann á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum. Talið er að fyrsta tilboð franska félagsins verði rúmlega 40 milljónir punda.

Arsene Wenger og Al Khelaifi eiga í góðu sambandi en sá síðarnefndi hefur verið að ráða Wenger í sérfræðingastörf fyrir Al Jazeera og beIN Sports sjónvarpsstöðvarnar.

Arsenal vill halda Sanchez í sínum röðum en Sílemaðurinn vill spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Hann er tilbúinn að yfirgefa London fyrir París.

Neymar er með riftunarákvæði upp á 199 milljónir punda og getur Barcelona ekki hafnað því tilboði. Brasilíumaðurinn myndi fá gríðarlega launahækkun með því að færa sig til Parísar.

Neymar var nálægt því að ganga í raðir PSG síðasta sumar en ákvað á endanum að vera áfram á Spáni og skrifaði undir nýjan samning við Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner