Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. júlí 2017 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sky Sports: 90% líkur að Neymar yfirgefi Barcelona
Neymar er sagður á förum.
Neymar er sagður á förum.
Mynd: Getty Images
Þreyttur á að vera í skugga Messi.
Þreyttur á að vera í skugga Messi.
Mynd: Getty Images
Það er að færast mikill hiti í sögur um að Brasilíumaðurinn Neymar sé á förum frá Barcelona til Paris Saint-Germain.

Í Powerade-slúðrinu í morgun kom fram að Neymar hafi sagt liðsfélögum sínum hjá Barcelona að hann væri á leið til franska félagsins Paris Saint-Germain.

PSG er víst tilbúið að borga riftunarverðið í samningi Neymar, rúmar 200 milljónir punda. Neymar yrði þá langdýrastur í sögunni.

Nú hefur Sky Sports eftir heimildarmanni að 90% líkur séu á því að Brasilíumaðurinn yfirgefi Barcelona í sumar.

Samkvæmt heimildarmanninum er Neymar gríðarlega pirraður á því að vera í skugganum á Lionel Messi.

„Aðeins kraftaverk mun halda honum, hann er ákveðinn í því að fara," segir heimildarmaðurinn við Sky Sports.

„Hann er orðinn 25 ára gamall og hann vill vinna Ballon d'Or. Hann telur að hann geti orðið besti leikmaður heims hjá öðru stóru liði," segir hann enn fremur.

PSG er eina liðið sem er tilbúið að borga þessar 195 milljónir punda fyrir hann, en Manchester United og Chelsea vilja ekki gera það.

Í síðustu viku sagði Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, að Neymar væri ekki til sölu.



Athugasemdir
banner
banner
banner