lau 22. júlí 2017 19:53
Elvar Geir Magnússon
„Þessi leikur var út um allan völl"
Freyr á hliðarlínunni.
Freyr á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Margt gekk upp en ýmislegt gekk ekki upp," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Sviss í kvöld.

„Við hefðum þurft að hafa stjórn á leiknum á lengri köflum en við náðum. Þessi leikur var út um allt. Hann var út um allan völl."

„Hvorugt liðið stýrði þessum leik. Þetta var skrýtið, þetta var bara út um allt. Það er ekki aðstaða sem ég vil að liðið okkar sé í. En það voru klárlega tækifæri til að vinna þennan leik."

„Við komumst 1-0 yfir og fáum á okkur mark sem á ekki að geta komið fyrir. Auðvitað tekur það tíma að ná stjórn á þessu. Tæknifeilar í hornspyrnum, aukaspyrnum, hlaupin voru ekki nægilega góð. Þessir hlutir verða að vera í lagi á svona dögum."

„Við verðum að gera betur á þriðjudaginn."

Ísland mætir Austurríki í lokaleik riðilsins á þriðjudaginn en eins og staðan er núna þá skiptir sá leikur ekki máli fyrir okkar lið. Ef Frakkland vinnur ekki Austurríki í leik sem núna er í gangi þá er Ísland úr leik.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Freysi um rússneska dómarann: Hvernig er hægt að bjóða upp á svona?
Athugasemdir
banner
banner
banner