Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. ágúst 2014 09:45
Magnús Már Einarsson
Hallgrímur Jónasson til OB (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hallgrímur Jónasson mun ganga til liðs við OB Odense þegar samningur hans við SønderjyskE rennur út í lok árs.

Hallgrímur hefur samþykkt að gera tveggja ára samning við OB en félagið greindi frá þessu í morgun.

,,Hann getur spilað margar stöður og gefur okkur ýmsa möguleika í uppstillingu," sagði Jesper Hansen yfirmaður íþróttamála hjá OB.

Hallgrímur hefur leikið í nánast öllum stöðum með SønderjyskE en hann hefur leikið í vörninni með íslenska landsliðinu.

Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur leikið með SønderjyskE síðan árið 2012 en hann kom til félagsins frá GAIS í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner