fös 22. ágúst 2014 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Páll Olgeir Þorsteinsson (Víkingur R)
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Olgeir Þorsteinsson sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni en hann leikur með Víking í Pepsi-deild karla.

Páll er uppalinn í Breiðabliki en hefur undanfarin tvö sumur verið lánaður til Víkings.


Fullt nafn: Páll Olgeir Þorsteinsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Viggó. Arnar Björnsson lýsandi kallaði mig það einu sinni í heilan leik. Passar ekki við mig, er meiri Palli-týpa finnst mér.

Aldur: 18 ára.

Giftur/sambúð: Neinei

Börn: Ekki svo ég viti.

Kvöldmatur í gær: Pestopasta

Uppáhalds matsölustaður: Mandhi

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl. Stel alltaf bílunum hjá foreldrum mínum.

Besti sjónvarpsþáttur: Parks and Recreation klárt mál. Brickleberry er líka skemmtilegt.

Uppáhalds hljómsveit: Hlusta á mjög fjölbreytta tónlist, gæti ekki sett eina sem uppáhalds. En ef ég þyrfti að velja eina þá yrði það Rage Against the Machine og uppáhalds tónlistarmaður væri Kendrick Lamar.

Uppáhalds skemmtistaður: Kemst voða lítið inn á skemmtistaði, en á flesta vini í hurðinni á Dolly og Lebowski.

Frægasti vinur þinn á Facebook: Árni Vill. Kemur alltaf upp á newsfeedinu að hann sé að verða vinur eitthverja stelpna.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "hahaha gaur þetta var síðan frænka hans, hversu sick að þau fóru heim saman" - Davíð Kristján.

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Hef aldrei dýft mér.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Stjörnunni.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hef tvisvar spilað á móti Pierre Emil Hojberg. Hann er fínn. Síðan voru allir í þýska u17 ára liðinu sem við spiluðum á móti á EM nokkuð góðir.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Arnar Marinós. Hef reyndar aldrei spilað mótsleik á móti honum en hann hefur oft niðurlægt mig á æfingum. Hann er alltaf einu skrefi á undan manni.

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum England á Norðurlandamótinu eða Danmörku og urðum Norðurlandameistarar.

Mestu vonbrigðin: Þegar við töpuðum á móti Georgíu á EM.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ingibergmann. Gaman að honum.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Gera GullaGull að forvarnarfulltrúa Íslands. Hefur verið að gera góða hluti hjá Breiðablik.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Óskar Smári.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Þórður Steinar bar höfuð og herðar yfir alla aðra í fyrra. Hann er því miður farinn svo ég ætla að gefa þetta til fyrrum liðsfélaga míns í Víking, Pape Mamadou Faye.

Fallegasta knattspyrnukonan: Elín Metta.

Besti íþróttalýsandinn: Arnar Björns og Gummi Ben.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Davíð og Gísli Páll eru grimmir.

Uppáhalds staður á Íslandi: The Goathouse.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar við spiluðum á móti HK í 3.flokki þá var ég að hlaupa upp kantinn á fullri ferð með boltann á og það kemur maður í mig. Ég hægi á mér og set boltann fyrir aftan manninn og sóla hann og hann reynir að fara í boltann en nær honum ekki þannig hann fer bara í mig og tekur fæturnar undan mér. Ég sé um leið hvað sé að fara að gerast, ég er að fara að faceplanta á boltann svo ég ætla að reyna að bjarga mér og reyna að halda mér uppi svo ég reyni að styðja mig með því að setja hendurnar niður á jörðina. Ég endaði á því að faceplanta boltann og ég er að reyna að bjarga mér svo boltinn skrappast niður kinnina á mér óþæginlega. Það fara flestir að hlægja inn á vellinum, þar á meðal Orri Sigurður, leikmaður AFG, sem hefur ekki hætt að tala um þetta atvik síðan það gerðist. Hef heyrt margar útfærslur á þessari sögu sem Orri Sigurður er búinn að dreifa en þetta er sú rétta.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Þegar ég var 15 ára, það var á móti Grindavík árið 2011 í fótbolta.net mótinu. Kom inn á þegar 30mín voru búnar eftir að Andri Yeoman og Árni meiddust.

Besta við að æfa fótbolta: Æfingin daginn eftir að maður kemur ekki inn á.

Hvenær vaknarðu á daginn: Vakna klukkan hálf 8 til að peppa mig upp fyrir vinnuna.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Reyni að horfa fylgjast með NBA og NFL en það er bara á svo leiðinlegum tíma.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Man ekki, langt síðan ég borgaði mig inn. Ætli það hafi ekki verið á leik hjá 1860 Munchen fyrir nokkrum árum.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú:
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku

Vandræðalegasta augnablik: Lenti í smá vandræðalegu augnabliki í leiknum á móti Víking um daginn. Við vorum allir að hita upp í seinni hálfleik og Willum kallar eitthvað á okkur og Olli segir síðan Elli og Palli og við hlaupum að bekknum. Var orðinn vel peppaður að koma inn á. Síðan þegar ég kem að bekknum og er byrjaður að gera mig til þá horfa Gummi og Willem eitthvað undarlega á mig og síðan segir Willum ,,uu Palli" og ég segi til baka ,,jaaá er ég ekki að koma inn á?".,,Neei hittaðu aðeins meira upp" og þá varð ég smá vandræðalegur. Síðan sagði ég hálf skömmulegustulega ,,á ég að fara að hitta aftur upp með þeim?" og þá sagði hann alveg fullviss ,,já gerðu það." Síðan skokka ég aftur til strákanna vandræðalegur og spyr Olla afhverju hann sagði nafnið mitt, þá kom í ljós að hann sagði bara Elli.

Skilaboð til Heimis og Lars: Vill sjá ÖÖ fá annað tækifæri með landsliðinu.

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Sef með eyrnatappa, get ekki sofið án þeirra.
Athugasemdir
banner
banner