Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. ágúst 2014 13:36
Elvar Geir Magnússon
Miðasala hafin á Ísland - Tyrkland
Hilmar Þór Guðmundsson og starfsfólk KSÍ vonast eftir glimrandi stemningu gegn Tyrklandi.
Hilmar Þór Guðmundsson og starfsfólk KSÍ vonast eftir glimrandi stemningu gegn Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tekur á móti Tyrklandi í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2016 og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 9. september kl. 18:45. Miðasala er hafin og fer, sem fyrr, fram í gegnum miðasölukerfi hjá www.midi.is.

Tyrkir eru sem stendur á 32. sæti styrkleikalista FIFA og ljóst er að um hörkuleik verður að ræða þetta þriðjudagskvöld. Riðill Íslands er erfiður og spennandi og Tyrkir spennandi andstæðingur í þessum fyrsta heimaleik.

Stuðningur áhorfenda var frábær í síðustu keppni og ljóst að margir bíða með tilhlökkun eftir þessum fyrsta heimaleik Íslands.

Ódýrustu miðarnir í forsölu eru seldir á 2.500 krónur stykkið en þeir dýrustu á 5.500. Börn 16 ára og yngri fá 50% afslátt af miðaverði og reiknast afslátturinn af fullu verði.
Athugasemdir
banner