Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. ágúst 2014 19:00
Grímur Már Þórólfsson
Rojo og Herrera ekki með gegn Sunderland
Rojo spilar ekki um helgina
Rojo spilar ekki um helgina
Mynd: Manchester United
Marcos Rojo mun ekki spila gegn Sunderland um helgina þar sem hann hefur ekki enn fengið atvinnuleyfi.

Þá mun Ander Herrera ekki heldur spila þar sem hann er kominn á meiðslalistann ásamt þeim Fellaini og Lingard.

United mun því vera án 7 leikmanna vegna meiðsla ásamt Rojo. Robin van Persie er þó leikhæfur.

Van Gaal útskýrði ákvörðun sína að kaupa Rojo á blaðamannafundi í dag. „Ég spilaði gegn honum á heimsmeistaramótinu. Þar varð ég mjög spenntur fyrir honum og ég kaupi einungis leikmenn sem passa inn í liðið og ég tel að hann smellpassi sem vinstri hafcent eða eða vinstri vængbakk."

„Hann spilaði sem vinstri vængbakk fyrir Argentínu en hefur verið að spila vinstri hafcent fyrir Sporting þess vegna smellpassar hann inn í liðið. Hann spilaði líka mjög vel á heimsmeistaramótinu og því er ég mjög ánægður að fá hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner