fös 22. ágúst 2014 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Madrídarliðin leika um Ofurbikarinn
James Rodriguez skoraði eina mark Real Madrid í fyrri leiknum gegn Atletico.
James Rodriguez skoraði eina mark Real Madrid í fyrri leiknum gegn Atletico.
Mynd: Getty Images
Atletico Madrid fær Real Madrid í heimsókn í síðari leik liðanna um spænska Ofurbikarinn.

Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Real stjórnaði leiknum frá upphafi til enda en Atletico tókst að jafna með marki frá Raul Garcia þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Það setur Atletico í góða stöðu fyrir heimaleikinn þar sem liðið getur sigrað bikarinn með því einu að halda hreinu, sem þó er hægara sagt en gert gegn ofurstjörnuliði Real.

Atletico vann spænsku deildina á síðasta tímabili en Real vann Konungsbikarinn og er þegar búið að vinna einn Ofurbikarsleik þegar liðið lagði Sevilla 2-0 í leik um Ofurbikar Evrópu.

Leikur kvöldsins:
20:30 Atletico Madrid - Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner