Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. ágúst 2014 20:00
Grímur Már Þórólfsson
Svíþjóð: Guðlaugur Victor lék í sigri Helsingborg
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjallby 1-2 Helsingborg
1-0 Wilhelmsson (´23)
1-1 Accam (´41)
1-2 Accam (´58)

Það var einn leikur í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Mjallby sem er í næst neðsta sæti og því harðri fallbaráttu fékk íslendingaliðið Helsingborg í heimsókn. Helsingborg í 8. sæti og gat farið upp í það 7. með sigri í dag.

Í liði Helsingborg var Guðlaugur Victor Pálsson í byrjunarliðinu en Arnór Smárason byrjaði á bekknum.

Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og komust yfir á 23. mínútu með marki Christian Wilhelmsson en hann á baki 79 landsleiki fyrir Svíþjóð.

Það var svo Ghana maðurinn David Accam sem jafnaði metin fyrir Helsingborg á 41. mínútu og hann skoraði svo aftur á þeirri 58. Arnór Smárason kom svo inná sem varamaður á 74. mínútu.

Lokatölur því 2-1 útisigur Helsingborg og þeir komnir upp í 7. sæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner