Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. ágúst 2014 21:00
Grímur Már Þórólfsson
Þýskaland: Bayern með sigur
Robben fagnar marki í kvöld
Robben fagnar marki í kvöld
Mynd: Getty Images
Bayern Munich 2-1 Wolfsburg
1-0 Mueller (´37)
2-0 Robben (´47)
2-1 Olic (´52)

Fyrsti leikurinn í þýsku úrvalsdeildinni var í kvöld þegar Bayern Munich fékk Wolfsburg í heimsókn.

Í liði Bayern vantaði marga sterka leikmenn. Þar má nefna leikmenn á borð við Schweinsteiger, Boateng, Javi Martiez, Ribery og Thiago.

Lewandowski var mættur í byrjunarliðið og það var sömuleiðis Juan Bernat. Þá var hinn 17 ára gamli Gianluca Gaudino mættur í byrjunarliðið. Jose Reina var svo á bekknum.

Það tók heimamenn 37 mínútur að komast yfir. Robben fór illa með fyrrum liðsfélaga sinn Luis Gustavo og sendi boltann fyrir en þar var var mættur Thomas Mueller sem setti knöttinn í netið .Á 47. mínútu fengu Bayern svo skyndisókn sem endaði með marki Arjen Robben.

Það var svo fyrrum leikmaður Bayern, Ivicia Olic sem minnkaði muninn á 52. mínútu. Lengra komust Wolfsburg ekki og titilvörn Bayern Munich byrjar því á sigri.


Athugasemdir
banner