Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 22. ágúst 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Tom Carroll til Swansea (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Swansea hefur fengið miðjumanninn Tom Carroll á láni frá Tottenham.

Lánssamningurinn gildir þar til næsta sumar en Carroll þekkir það að vera á láni eftir að hafa leikið með QPR á lánssamningi á síðasta tímabili.

Carroll á 23 leiki að baki með Tottenham en hjá Swansea hittir hann fyrrum liðsfélaga sinn Gylfa Þór Sigurðsson.

Carroll gæti leikið sinn fyrsta leik með Swansea strax á morgun þegar liðið mætir Burnley í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner