fös 22. ágúst 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Tómas Meyer spáir í 1. deildina: Leiknir - ÍA sýndur beint
Tómas Meyer spáir í spilin.
Tómas Meyer spáir í spilin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í fyrsta sinn verður leikur sýndur beint frá Leiknisvelli.
Í fyrsta sinn verður leikur sýndur beint frá Leiknisvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður heil umferð í 1. deildinni á morgun og fengum við Tómas Meyer úr Pepsi-mörkunum til að spá fyrir um úrslit leikjanna.

SportTv.is sýnir valda leiki í 1. deild karla í beinni vefútsendingu í samstarfi við Fótbolta.net. Á morgun verður sannkallaður stórleikur í Breiðholtinu þegar Leiknir og ÍA eigast við en þetta eru tvö efstu lið deildarinnar.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 14:00 í beinni en Adolf Ingi Erlingsson sér um að lýsa. Þetta verður söguleg útsending því aldrei hefur verið sýnt beint frá leik á Leiknisvelli. Leiknismenn eru nokkrum skrefum frá Pepsi-deildarsæti og ÍA er í öðru sæti, fimm stigum fyrir ofan liðið í þriðja sæti.

Leiknir 2 - 1 ÍA (Beint á SportTv.is)
Leiknismenn taka enn eitt skrefið með þessum leik í átt að Pepsideildinni og þetta verður alvöru leikur á Gettóground. Það læðist sá grunur að mér að liðin gætu skipt stigunum en ég hallast að sigri heimamanna... en tæpt verður það þá.

KV 0 - 2 KA
Það er mín skoðun að KV er næst lélegasta liðið í deildinni og er að fara niður. Þessi leikur verður enn eitt skrefið í þá átt og KA-menn vinna þennan leik á KR-vellinum örugglega.

Grindavík 3 - 1 Haukar
Miðjumoð og kannski ekkert sérstakt í gangi. Grindavík vinnur þetta

HK 2 - 1 Þróttur
HK menn eru í séns að fara upp og þeir vita það svo sannarlega. Þróttur er líka í fínni stöðu þannig að þetta er alvöru leikur. HK-ingar vinna þennan leik og halda draumum lifandi.

BÍ/Bolungarvík 4 - 2 Selfoss
Það er smá undir hjá báðum liðum en það er trú mín að vestfirðingar taki öll stigin í þessum leik og komi sér á þægilegan stað svona allavega tímabundið. Selfoss búið að vera vonbrigði því þeir ætluðu sér meira en þetta.

Tindastóll 0 - 6 Víkingur Ólafsvík
Víkingur rúllar þessu upp mæta lélegasta liðinu í deildinni og spurning bara hversu stór sigurinn verður því Víkingar þurfa að laga markatöluna sína töluvert eins og staðan er í dag.

Allir leikirnir á morgun hefjast klukkan 14 nema leikur Tindastóls og Víkings Ólafsvík sem verður klukkan 16:00.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner