Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 22. ágúst 2014 23:00
Grímur Már Þórólfsson
Van Gaal: Ég þarf meiri tíma
Louis Van Gaal
Louis Van Gaal
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal hefur beðið um þolinmæði hjá stuðningsmönnum félagsins.

Þá gagnrýnir hann einnig fjölmiðla fyrir að mála sig upp sem djöfulinn á Old Trafford.

„Fyrir tveimur vikum var ég kóngurinn í Manchester en núna er ég djöfullinn.

Ég held að stuðningsmennirnir séu gáfaðri. Ég hef þegar sagt að þetta yrði erfitt fyrstu þrjá mánuðina, fyrir bæði leikmenn og stuðningsmenn. Þá hef ég sagt Ed Woodward og Glazer fjölskylduna það líka.

Þeir réðu mig vegna hugmyndinafræðinnar minnar, ekki vegna þess að ég er almennilegur náungi. Ég er hér til að byggja upp lið og það tekur tíma. Ég er að koma með nýja hugmyndafræði til félagsins. Það verður að trúa á hana og trúa á það að við getum unnið titla aftur. Það mun þó taka tíma."

Þá vildi hann ekki staðfesta eða hafna þeim orðrómum að Welbeck væri á leið frá félaginu.

„Ég veit hvað ég sagði Danny og hann veit það líka. Fjölmiðlar voru ekki í herberginu og ég mun ekki tala um það. Ég geri ráð fyrir því að Danny hafi ekki sagt neitt um samtal okkur og það hefur Ryan Giggs ekki gert heldur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner