Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. ágúst 2017 14:10
Fótbolti.net
Hófið - Kökubasar og spjaldaregn
Uppgjör 16. umferðar
Mynd: Fótbolti.net
Kristijan Jajalo fær hjálp frá liðsfélögum sínum við að reima.
Kristijan Jajalo fær hjálp frá liðsfélögum sínum við að reima.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elfar Árni Aðalsteinsson og Halldór Smári Sigurðsson í baráttunni.  Elfar Árni fékk gula spjaldið í kjölfarið.
Elfar Árni Aðalsteinsson og Halldór Smári Sigurðsson í baráttunni. Elfar Árni fékk gula spjaldið í kjölfarið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismaður í felum bakvið boltann.
Fjölnismaður í felum bakvið boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Páll Magnússon mætti í grasbrekkuna á Akranesi til að horfa á sína menn í ÍBV.
Páll Magnússon mætti í grasbrekkuna á Akranesi til að horfa á sína menn í ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ungir aðdáendur á Skaganum.
Ungir aðdáendur á Skaganum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen fagnaði marki sínu gegn Fjölni með því að hlaupa út að hliðarlínu.
Ólafur Karl Finsen fagnaði marki sínu gegn Fjölni með því að hlaupa út að hliðarlínu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ólafur Jóhannesson með húfu og derhúfu á hliðarlínunni.
Ólafur Jóhannesson með húfu og derhúfu á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræður í vegg.  Hrannar Björn og Hallgrímur Mar Steingrímssynir.
Bræður í vegg. Hrannar Björn og Hallgrímur Mar Steingrímssynir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokahóf 16. umferðar Pepsi-deildarinnar er haldið þó enn sé einn leikur eftir í umferðinni. Leikur KR og FH verður í næstu viku þar sem Fimleikafélagið er að keppa í Evrópudeildinni í vikunni.

Fólk fékk mest fyrir 2.000 kallinn: Það hafa oft komið fjörugri leikir í sumar heldur en í þessari umferð. Í Garðabænum skoraði Stjarnan fjögur gegn Fjölni og heimamenn fengu góða veislu fyrir peninginn þar.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Aðeins öðruvísi vinkill hér að þessu sinni. Gunnlaugur Jónsson hætti sem þjálfari ÍA í gær en hann fær heiðursverðlaunin frá .net að þessu sinni. Gunnlaugur kom Skagamönnum aftur upp í efstu deild árið 2014 og tvö tímabil þar á eftir náði hann mjög miklu út úr hópnum. Gunnlaugur byggði lið ÍA nánast eingöngu á uppöldum heimamönnum og það er virðingarvert.

Áhyggjuefni umferðarinnar: Áhorfendatölurnar hafa ekki verið nægilega góðar í Pepsi-deildinni í sumar og það endurspeglaðist í 16. umferðinni. Enginn leikur var með fleiri en 1000 áhorfendur. Áhyggjuefni sem félögin og KSÍ þurf að setjast yfir.
EKKI lið umferðarinnar: Ólafsvíkingar og Fjölnismenn eru margir í EKKI liðinu að þessu sinni eftir skelli í umferðinni. Mark umferðarinnar: Einar Karl Ingvarsson skoraði með frábæru þrumuskoti fyrir Val gegn Grindavík. Gísli Eyjólfsson átti hins vegar ennþá fallegra skot fyrir Breiðablik gegn Víkingi Ólafsvík og það fær þennan titil. Bæði Einar og Gísli voru að mæta félögum sem þeir hafa áður leikið með.

Ummæli umferðarinnar: Talandi um þrumuskot Gísla. Hann sló á létta strengi í viðtali eftir leik. „Ég þekki vel til hérna, ég vissi af einni þúfu þarna þannig hann skoppaði vel áður en ég hitti hann. Annars hefði hann aldrei farið inn," sagði Gísli um markið.

Spjaldaregn umferðarinnar: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sýndi eitt rautt spjald og tíu gul í leik Víkings R. og KA. Skiptar skoðanir voru á dómgæslu Vilhjálms og hann fékk að heyra það á Twitter. Þegar leikurinn er skoðaður virðast flestir dómar hans hafa verið hárréttir.

Kökuveisla umferðarinnar: Skagamenn voru með kökuveislu á sunnudaginn þegar ÍBV kom í heimsókn. Öllum áhorfendum var boðið að þiggja skúffu og gulrótaköku frítt. Skemmtilegt framtak.

Fallfnykur umferðarinnar: Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, fékk afskaplega klaufalegt mark á sig gegn ÍBV. Sóknarleikur skagamanna var ekki nægilega beittur og brekkan er ótrúlega brött hjá liðinu núna. Sex stig eru í öruggt sæti og einungis sex umferðir eru eftir.

Sími umferðarinnar: Máni Pétursson missti af því þegar hans maður Ólafur Karl Finsen opnaði markareikning sinn í sumar. Máni var upptekinn í símanum þegar markið kom.
Gjöf umferðarinnar: Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, þakkaði stuðningsmönnum KA sérstaklega eftir sigurinn í Víkinni. Schiötararnir hafa fylgt KA mönnum vel í útileiki í sumar. „Ég verð líka að segja að þessi sigur var fyrir stuðningsmenn okkar. Þeir eru að fylgja okkur trekk í trekk í allt sumar og ég er gríðarlega ánægður með það og þessi sigur er bara gjöf frá mér og mínum strákum fyrir okkar stuðningsmenn Schiöthara," sagði Túfa.

Húfur umferðarinnar: Ólafur Jóhannesson var bæði með húfu og derhúfu í leiknum gegn Grindavík.
Dómari umferðarinnar: Gunnar Jarl Jónsson átti flotta frammistöðu í leik Vals og Grindavíkur. Jarlinn þurfti smá aðhlynningu í síðari hálfleik vegna meiðsla á læri en hann kláraði síðan leikinn og gerði það vel.

Nokkrir sem brosa breitt eftir vikuna:
- Einar Karl Ingvarsson svaraði kalli Ólafs Jóhannessonar sem óskaði eftir fleiri mörkum frá honum. Einar skoraði tvö góð mörk gegn Grindavík í gær.
- Eyjamenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á ÍA. Skagamenn eru í mjög vondum málum eftir tapið á meðan Eyjamenn halda áfram lífróðri sínum í deildinni.
- Bakverðir Stjörnunnar fóru á kostum gegn Fjölni. Jósef Kristinn Jósefsson lagði upp tvö og Jóhann Laxdal fiskaði víti og skoraði.
- Markverðir sigurliðanna í umferðinni skiluðu fínu starfi. Fimm hrein lök í leikjunum fimm.

Nokkrir sem geta verið ansi pirraðir eftir vikuna:
- Fjölnismenn litu illa út gegn Stjörnunni. Grafarvogsliðið þarf að gera betur ef fall á ekki að vera niðurstaðan.
- Þórður Ingason hefur verið frábær í sumar en hann gerði sig sekan um klaufaleg mistök í öðru marki Stjörnunnar.
- Andri Rúnar Bjarnason fór illa með tvö færi gegn Val og er ennþá í fjórtán mörkunum. Leikjunum fækkar til að ná markametinu. Andri var mjög líflegur í leiknum en er eflaust svekktur með að hafa ekki náð fimmtánda markinu í sumar.

#fotboltinet að lokum








Athugasemdir
banner
banner