þri 22. ágúst 2017 18:05
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Enski deildabikarinn: Axel Óskar byrjar sinn fyrsta leik fyrir Reading
Axel Óskar Andrésson byrjar sinn fyrsta leik fyrir Reading í kvöld
Axel Óskar Andrésson byrjar sinn fyrsta leik fyrir Reading í kvöld
Mynd: Getty Images
19 leikir fara fram í annarri umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Fjögur Íslendingalið eru í eldlínunni í kvöld.

Það sem vekur mesta athygli er að hinn 19 ára, Axel Óskar Andrésson, byrjar sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Reading sem mætir Millwall. Axel spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í síðustu umferð enska deildarbikarsins en þá kom hann inn á sem varamaður. Jaap Stam, knattspyrnustjóri Reading, hefur greinilega mikla trú á Axel og hefur nú sett hann í byrjunarliðið.

Jón Daði Böðvarsson er ekki í leikmannahópi Reading en hann er enn að glíma við meiðsli.

Hörður Björgvin Magnússon byrjar hjá Bristol City sem heimsækir úrvalsdeildarlið Watford heim á Vicarage Road.

Þá fær Birkir Bjarnason tækifæri í byrjunarliðið Aston Villa sem fær Wigan Athletic í heimsókn á Villa Park.

Aron Einar Gunnarsson er ekki í leikmannahópi Cardiff sem tekur á móti Burton Albion.



Athugasemdir
banner
banner
banner