Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. ágúst 2017 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum framkvæmdastjóri Dinamo Zagreb skotinn í fótinn
Zdravko Mamic.
Zdravko Mamic.
Mynd: Getty Images
Zdravko Mamic er mjög umdeildur í heimalandi sínu, Króatíu.

Hann er fyrrum framkvæmdastjóri fótboltaliðsins Dinamo Zagreb, en hann var handtekinn á síðasta ári. Hann er sakaður um að hafa svindlað pening út úr Dinamo Zagreb með reglulegu millibili og sérstaklega þegar dýrir leikmenn voru seldir frá félaginu.

Mamic er eins og áður segir ekki vinsæll í heimalandinu, en í dag var honum sýnt morðtilræði. Samkvæmt króatíska fjölmiðlinum Sata 24 þá var Mamic skotinn af óþekktum árásarmönnum í Bosníu.

Hann varð fyrir skoti í bænum Zidine nálægt Tomislavgrad, en þangað fer hann á hverju ári, á dánardegi föður síns.

Mamic var heppinn að það fór ekki verr, en hann var skotinn í fótinn og er ekki talinn í lífshættu.

Árásarmönnunum tókst að flýja á bíl, en ekki er vitað á þessu augnabliki hverjir stóðu á bakvið árásina.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn Króatíu brjálaðir út í Modric
Yfirvöld rannsaka falskan vitnisburð Modric





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner