banner
   þri 22. ágúst 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kalinic kominn til AC Milan (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Það hefur verið nóg að gera hjá AC Milan í sumar og þeir eru ekki hættir. Sóknarmaðurinn Nikola Kalinic er kominn frá Fiorentina.

Hinn 29 ára gamli Kalinic kemur til Milan á láni, en Mílanó-liðinu ber skylda að kaupa hann þegar lánssamningnum lýkur.

Talið er að Milan greiði fimm milljónir evra fyrir lánsamninginn síðan þurfa þeir að borga 20 milljónir evra næsta sumar.

Kalinic, sem er króatískur landsliðsmaður, skoraði 15 mörk fyrir Fiorentina í Seríu A á síðasta tímabili. Hann hætti að mæta á æfinga í síðasta mánuði þar sem hann vildi fara til AC Milan.

Nú hefur hann fengið ósk sína uppfyllta.

AC Milan hefur eytt 200 milljónum evra á leikmannamarkaðnum í sumar. Leonardo Bonucci, Andre Silva, Mateo Musacchio, Ricardo Rodriguez og Lucas Biglia hafa verið keyptir ásamt Kalinic núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner