Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. ágúst 2017 20:46
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Meistaradeildin: FH banarnir í Maribor í riðlakeppnina
Maribor er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Maribor er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fimm lið tryggðu sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Þar voru óvæntustu úrslitin í Slóveníu en þar voru það FH banarnir í Maribor sem unnu 1-0 sigur á ísraelsku meisturunum í Hapoel Beer Sheva og unnu þeir því einvígið á fleiri mörkum skoruðum á útivelli en fyrri leikur liðanna í Ísrael fór 2-1 fyrir Beer Sheva.

Napoli fór örugglega áfram eftir 2-0 sigur á Nice í Frakklandi og samanlagt 4-0. Jose Callejon og Lorenzo Insigne gerðu mörk Napoli í leiknum sem voru töluvert sterkari aðilinn.

Skosku meistararnir í Celtic fóru áfram þrátt fyrir 4-3 tap fyrir Astana í Aserbaídsjan en þeir unnu fyrri leik liðanna 5-0 í Skotlandi.

Þá fóru Olympiakos og Sevilla einnig áfram.

Dregið verður í riðlakeppnina á föstudag.

Astana 4 - 3 Celtic (Samanlagt 4-8)
1-0 Kristoffer Ajer ('26 , sjálfsmark)
1-1 Scott Sinclair ('34 )
2-1 Serikzhan Muzhikov ('48 )
3-1 Patrick Twumasi ('49 )
4-1 Patrick Twumasi ('69 )
4-2 Olivier Ntcham ('80 )
4-3 Leigh Griffiths ('90 )

Rijeka 0 - 1 Olympiakos (Samanlagt 1-3)
0-1 Marko Marin ('25 )

Maribor 1 - 0 Hapoel Beer Sheva (Samanlagt 2-2, Maribor áfram á útivallarmörkum)
1-0 Mitja Viler ('15 )

Sevilla 2 - 2 Istanbul Basaksehir (Samanlagt 4-3)
0-1 Eljero Elia ('17 )
1-1 Sergio Escudero ('52 )
2-1 Wissam Ben Yedder ('75 )
2-2 Edin Visca ('82 )

Nice 0 - 2 Napoli Sa
0-1 Jose Callejon ('48 )
0-2 Lorenzo Insigne ('89 )

Athugasemdir
banner
banner