þri 22. ágúst 2017 20:11
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Pepsi kvenna: Þór/KA með tíu stiga forystu
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Tveir leikir fóru fram í 14. umferð Pepsi deild kvenna í kvöld.

Topplið Þór/KA fékk KR í heimsókn á Akureyri og hafði þar betur með þremur mörkum gegn engu.

Sandra Stephany Mayor kom Þór/KA yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik og þannig var staðan í hálfleik.

Hulda Ósk Jónsdóttir kom síðan Norðanstúlkum í tveggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiks áður en Bianca Sierra kláraði leikinn fyrir Þór/KA þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum.

Með sigrinum er Þór/KA komið með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar alla vega þangað til á morgun en þá geta Blikarstelpur minnkað muninn í átta stig með sigri á Haukum.

Í hinum leik kvöldsins sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði skildu FH og ÍBV jöfn, 1-1. Rut Kristjánsdóttir kom Eyjastúlkum yfir á 36. mínútu en Caroline Murray jafnaði fyrir FH aðeins fimm mínútum síðar. Hvorugu liðinu tókst að skora sigurmark og því endaði leikurinn með jafntefli.

Með stiginu komust Eyjastúlkur upp í annað sæti deildarinnar, alla vega tímabundið en þær eru einu stigi á undan Breiðablik, sem á eins og áður segir leik inni gegn Haukum á morgun.

FH 1 - 1 ÍBV
0-1 Rut Kristjánsdóttir ('36 )
1-1 Caroline Murray ('41 )

Þór/KA 3 - 0 KR
1-0 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('4 )
2-0 Hulda Ósk Jónsdóttir ('49 )
3-0 Bianca Elissa Sierra ('86 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner