Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 22. ágúst 2017 21:40
Mist Rúnarsdóttir
Sóley Guðmunds: Þór/KA er að sigla þessu heim
Sóley og félagar í ÍBV eru hundsvekktar með stigasöfnunina eftir EM-pásu
Sóley og félagar í ÍBV eru hundsvekktar með stigasöfnunina eftir EM-pásu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta eru mjög mikil vonbrigði og við þurfum að skoða vel hvað er í gangi hjá okkur. Við getum ekki haldið forystu þegar við náum henni. Það er eins og við dettum niður á eitthvað lægra plan og höldum að þetta sé komið,“ sagði Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, eftir 1-1 jafntefli við FH. Sóley var að vonum hundsvekkt með úrslitin og fannst liðið sitt ekki ná upp nægum hraða í leikinn.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍBV

Mark ÍBV kom þó eftir vel útfærða og snarpa sókn en liðið náði ekki að fylgja því nægilega vel eftir.

„Þetta er það sem við höfum verið að tala um. Að ná meira tempó inná síðasta þriðjunginn og þegar við náum því þá gengur þetta vel en við erum ekkert mikið að skipta um gír í leiknum. Við erum svolítið á sama tempói.“

ÍBV-liðið hefur verið þungt á sér í síðustu leikjum og aðspurð segir Sóley að mögulega getið álag á fámennan leikmannahóp spilað þar inn í.

„Það er náttúrulega mjög mikið álag á okkur fyrstu ellefu og það er eðlilegt að við verðum þreyttar. Hausinn er svo svolítið á öðru en þessu þegar það er augljóst að Þór/KA er bara að sigla þessu heim og það er ekkert í boði fyrir nein önnur lið. Þá er hausinn kannski kominn svolítið á Laugardalsvöll en það má alls ekki vera þannig. Við viljum enda eins ofarlega og við getum í deildinni. Við þurfum að klára það almennilega líka.“

Nánar er rætt við Sóleyju í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner