Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 22. ágúst 2017 21:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Southampton gefur í skyn að Van Dijk verði áfram
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk
Mynd: Getty Images
Southampton tilkynnti til sögunnar nýjasta leikmann liðsins nú í kvöld. Wesley Hoedt gekk þá í raðir félagsins og skrifaði undir fimm ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið.

Um leið og þeir gerðu það gáfu þeir í skyn að Virgil van Dijk, varnarmaður þeirra sem hefur verið orðaður frá félaginu í allt sumar, verði áfram hjá félaginu.

Van Dijk hefur sjálfur farið í verkfall hjá Southampton og er sagður vilja yfirgefa félagið og ganga til liðs við Liverpool. Hafa forráðamenn Southampton hótað því að láta Hollendinginn sitja upp í stúku í allan vetur frekar en að selja hann til Liverpool.

Les Reed, varastjórnarformaður Southampton, gaf þó til kynna að Hollendingurinn yrði áfram hjá félaginu þegar hann talaði um nýjasta leikmann liðsins, Wesley Hoedt.

„Wesley hefur sannað hæfileika sína með frammistöðu sinni hjá Lazio og hollenska landsliðinu. Við teljum að hann geti orðið enn betri leikmaður hér hjá Southampton, þar sem hann mun spila með landa sínum, Virgil van Dijk, og einnig Jack Stephens, Maya Yoshida, Jan Denarek og Florin Gardos," sagði Reed í samtali við opinbera heimasíðu Southampton.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist í framhaldinu og hvort að van Dijk verði um kyrrt hjá Southampton.
Athugasemdir
banner
banner
banner