þri 22. ágúst 2017 10:45
Magnús Már Einarsson
Sveppi gerir heimildarþætti um Eið Smára
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, vinnur þessa dagana að því að gera heimildarþætti um Eið Smára Guðjohnsen. Sveppi og Eiður eru vinur úr æsku en þeir spiluðu fótbolta saman í yngri flokkum ÍR.

Þættirnir verða sýndir í Sjónvarpi Símans fljótlega á næsta ári.

„Þetta eru sex sjónvarpsþættir um ferilinn hans Eiðs Smára. Þetta hefur blundað í mér í smá tíma," sagði Sveppi í Ísland í bítið á Bylgjunni í morgun.

„Ég vildi gera heimildarmynd en það er svolítið flókið verkefni. Mér fannst því liggja beinast við að gera þætti þar sem ég get líka troðið mér fyrir framan myndavélina," bætti Sveppi við og hló.

Sveppi segist hafa fengið hugmyndina að heimildarþáttunum þegar hann heimsótti Eið til Belgíu þegar hann spilaði með Club Brugge. Eiður bjó þá einn í Belgíu á meðan fjölskylda hans var í Barcelona.

Eiður á glæstan feril að baki í atvinnumennsku erlendis. Hann er einnig markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Sveppa.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner