Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 22. ágúst 2017 14:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það gengur erfiðlega hjá Man City að fá Jonny Evans
Gætu reynt að kaupa Ben Gibson á 20 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Manchester City er að undirbúa 20 milljón punda tilboð í Ben Gibson, varnarmann Middlesbrough. Það hefur gengið erfiðlega hjá City-mönnum að fá Jonny Evans frá West Brom.

Þeir eru því farnir að skoða aðra kosti og er Gibson, sem lék vel með Boro í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, ofarlega á lista.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill kaupa miðvörð áður en félagsskiptalgugganum lýkur. Jonny Evans var kostur númer eitt, en viðræður við West Brom hafa gengið mjög erfiðlega.

Síðasta tilboð, sem vitað er um, frá City í Jonny Evans var upp á 18 milljónir punda, en West Brom vill fá nær 30 milljónum punda.

Ekki þykir líklegt að City sé að fara að borga það mikið fyrir hinn 29 ára gamla Evans, en það á eftir að koma í ljós.

Á meðan greinir Daily Mail frá því að City-liðið sé að undirbúa 20 milljón punda tilboð í Gibson, varafyrirliða Middlesbrough.
Athugasemdir
banner
banner
banner