Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. ágúst 2017 17:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Þrír Víkingar í banni gegn Fjölni
Vladimir Tufegdzic fær að líta rauða spjaldið á móti KA
Vladimir Tufegdzic fær að líta rauða spjaldið á móti KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladimir Tufegdzic, Milos Ozegovic og Arnþór Ingi Kristinsson verða allir í leikbanni í næsta leik Víkinga gegn Fjölni í Pepsi deildinni á sunnudag.

Arnþór og Milos eru báðir komnir með sjö gul spjöld og voru dæmdir í bann þegar aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman nú síðdegis. Túfa fékk umdeilt rautt spjald í síðasta leik gegn KA og fékk hann einnig eins leiks bann.

Þá voru Ólafsvíkingarnir, Kwame Quee og Gunnlaugur Hlynur Birgisson, einnig dæmir í leikbann. Quee fékk tveggja leikja bann eftir rauða spjald sitt gegn ÍBV og hefur hann þegar tekið út einn leik. Gunnlaugur fékk eins leiks bann fyrir fjórar áminningar og verða þeir félagar því í banni þegar Víkingur Ó. mætir KA á sunnudag.

Þá verður Gísli Eyjólfsson ekki með Blikum um helgina þegar Breiðablik tekur á móti botnliði Skagamanna en hann fékk eins leiks bann. Sam Hewson er kominn með sjö áminningar og hann verður ekki með Grindavík þegar þeir taka á móti KR á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner