Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. ágúst 2017 15:28
Magnús Már Einarsson
Tottenham vaknar til lífsins - Aurier á óskalistanum
Serge Aurier.
Serge Aurier.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur spurst fyrir um Serge Aurier, hægri bakvörð PSG, en Sky Sports greinir frá þessu í dag.

Eftir rólegheit á leikmannamarkaðinum í sumar er Tottenham að vakna til lífsins en félagið er við það að kaupa miðvörðinn Davinson Sanchez frá Ajax á 38,4 milljónir punda.

Aurier gæti einnig bæst í hópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar í næstu viku.

Aurier myndi þá fylla skarð Kyle Walkers sem fór til Manchester City í sumar. Kyle Walker-Peters og Kieran Trippier hafa spilað í hægri bakverði hjá Tottenham í byrjun tímabils.

Sky segir að Tottenham ætli einnig að halda áfram að reyna að fá argentínska varnarmanninn Juan Foyth frá Estudiantes en hann er 19 ára gamall og mikið efni.
Athugasemdir
banner
banner
banner