Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 22. ágúst 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wilshere: Hungrið er aftur til staðar
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere hefur spilað með U-23 ára liði Arsenal í undanförnum leikjum. Í gær spilaði hann gegn Manchester City.

Wilshere fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.

Hann brást illa við eftir harða tæklingu. Hann ýtti andstæðingi og í kjölfarið brutust út læti. Wilshere var síðan rekinn út af.

„Þetta var viðburðarríkt," skrifaði Wilshere á Instagram. „Það var gott að spila aftur á Emirates, jafnvel þó leikurinn hafi endað fyrr en ég hefði viljað," hélt Wilshere áfram.

„Ástríðan og hungrið er aftur til staðar. Ég vil spila fleiri leiki."

Hér að neðan er færslan sem Wilshere setti á Instagram.

Wilshere virðist ekki eiga framtíð með aðalliði Arsenal og líkur eru á því að hann sé á förum áður en félagsskiptaglugginn lokar.


Athugasemdir
banner
banner
banner