Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. september 2014 12:00
Elvar Geir Magnússon
Ágreiningur milli Agger og Rodgers
Daniel Agger og Martin Skrtel.
Daniel Agger og Martin Skrtel.
Mynd: Getty Images
Daniel Agger hefur viðurkennt að ágreiningur milli hans og Brendan Rodgers hafi orðið til þess að hann hafi yfirgefið Liverpool.

Agger gekk aftur í raðir Bröndby í Danmörku í sumar en hann segir að Rodgers hafi ekki kunnað að meta sitt framlag á síðasta tímabili.

„Orðum þetta á þennan hátt: Ég og knattspyrnustjórinn vorum ekki á sömu blaðsíðu allt síðasta tímabil. Stærstan hluta tímabilsin allavega," sagði Agger í viðtali í danska þættinum Onside.

„Það var ákveðin fjarlægð okkar í milli og mér fannst hann ekki kunna að meta það sem ég hafði fram að færa. Þegar staðan er þannig er rétt að fara annað."

Agger fór þó lofsamlegum orðum um Rodgers og lýsir honum sem „ótrúlega klókum og hæfileikaríkum manni".
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner