Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. september 2014 18:04
Magnús Már Einarsson
Ancelotti ætlar ekki að hvíla Ronaldo
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, segir ekki koma til greina að hvíla Cristiano Ronaldo í næstu leikjum liðsins.

Real Madrid á fjóra leiki framundan á tólf dögum áður en landsleikjahlé tekur við.

,,Cristiano þarf ekki á hvíld að halda. Við þurfum á honum að halda því að hann er upp á sitt besta þessa dagana," sagði Ancelotti.

Ronaldo hefur skorað sex mörk í síðustu fjórum leikum en hann var með þrennu í ótrúlegum 8-2 sigri á Deportivo La Coruna í fyrradag.
Athugasemdir
banner
banner
banner