Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. september 2014 09:00
Magnús Már Einarsson
Andri Rúnar á förum frá BÍ/Bolungarvík
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Andri Rúnar Bjarnason hefur ákveðið að yfirgefa BÍ/Bolungarvík eftir að hafa leikið með liðinu allan sinn meistaraflokksferil.

,,Ég er búinn að vera í 9 ár hjá BÍ/Bolungarvík og ég held það sé kominn tími á að prófa eitthvað nýtt," sagði Andri við Fótbolta.net.

,,Ég vil þakka öllum sem koma að félaginu fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir mig."

Félög í Pepsi-deildinni hafa áður sýnt Andra áhuga en hann æfði meðal annars með Fram síðastliðið haust.

Andri Rúnar er sóknarmaður en hann hefur skorað 72 mörk í 164 deildar og bikarleikjum með BÍ/Bolungarvík.

Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur á þeim tíma fylgt liðinu úr 3. deild upp í þá fyrstu.

Í sumar skoraði Andri ellefu mörk í tuttugu deildar og bikarleikjum með BÍ/Bolungarvík en liðið endaði í 10. sæti í 1. deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner