Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. september 2014 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Lögreglan rannsakar kynþáttaníð í garð Balotelli
Á léttari nótunum, þá er það ótrúlegt að þessi mynd sé ekki Photoshoppuð.
Á léttari nótunum, þá er það ótrúlegt að þessi mynd sé ekki Photoshoppuð.
Mynd: Getty Images
Lögreglan í Merseyside rannsakar nú kynþáttaníð sem framherjinn Mario Balotelli varð fyrir á Twitter í gær.

Ítalski landsliðsmaðurinn gerði grín að Manchester United eftir að liðið lenti 5-3 undir gegn Leicester, en hann skrifaði "Man Utd... LOL" á Twitter síðu sína.

Ljóst var að einhverjir myndu láta Balotelli heyra það eftir þessi ummæli hans, en hrikalegt var þó hversu miklum kynþáttafordómum þessi framherji Liverpool varð fyrir.

Var hann ítrekað kallaður negri og api af fjölmörgum Twitter notendum og eru þessi skilaboð þeirra nú til athugunar hjá lögreglunni.

Balotelli verður seint talinn vera vinur Manchester United, en hann lék með nágrönnum þeirra í Manchester City og er nú leikmaður Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner