Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 22. september 2014 13:40
Magnús Már Einarsson
Magath sagði Hangeland að nota ost til að laga meiðsli
Magath vill meina að ostur geti lagað meiðsli.
Magath vill meina að ostur geti lagað meiðsli.
Mynd: Getty Images
Felix Magath var rekinn frá Fulham í vikunni eftir ótrúlega mánuði hjá félaginu.

Magath tók við Fulham síðastliðinn vetur og liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Eftir hrikalega byrjun í Championship var Magath síðan rekinn í síðustu viku.

Leikmenn Fulham voru allt annað en ánægðir með Magath og hans aðferðir en margar áhugaverðar sögur hafa komið úr herbúðum félagsins undanfarna mánuði.

Nýjasta sagan er af því hvernig Magath vildi meðhöndla meiðsli Brede Hangeland á læri á síðasta tímabili. Magath sagði Hangeland að taka ost, láta hann liggja í áfengi og láta hann síðan á lærið á sér yfir nóttina.

Engum sögum fer af því hvort osturinn skilaði tilætluðum árangri en Danny Murphy fyrrum leikmaður Fulham sagði frá sögunni í Match of the day í gær.

,,Þetta er ein af fáránlegum og leiðinlegum sögum sem hafa kostað Felix starfið," sagði Murphy.

,,Þetta hefur sett Fulham í ótrúleg vandræði því að góðu og reyndu leikmennirnir sem liðið hafði á síðasta tímabili vildu ólmir fara í sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner