mán 22. september 2014 16:35
Magnús Már Einarsson
Milan Stefán íhugar að hætta með Grindavík
Milan Stefán Jankovic.
Milan Stefán Jankovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milan Stefán Jankovic íhugar að draga sig í hlé sem þjálfari Grindvíkinga en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Milan Stefán hefur verið leikmaður og þjálfari í Grindavík í 21 ár en hann hefur meðal annars stýrt meistaraflokki félagsins undanfarin tvö tímabil.

Grindavík endaði í 5. sæti í 1. deildinni í sumar eftir að hafa verið spáð efsta sæti fyrir mót.

,,Ég vil meina að það sé nóg að fá tvö ár til að koma liði í fyrstu deild upp í úrvalsdeild. Þar á maður sem þjálfari að fá tvö ár til að koma liðinu í Evrópukeppni. Það eru markmið mín sem þjálfari," sagði Milan Stefán við Fótbolta.net í dag.

,,Þetta gekk ekki á tveimur árum að koma Grindavík upp og þá er kannski best að taka sér smá frí og leyfa einhverjum öðrum að komast að. Maður verður að vera sanngjarn og hugsa ekki alltaf um sjálfan sig. Ég hugsa meira um Grindavík. Maður á ekki að vera hræddur um starfið sem þjálfari. Mér finnst þjálfarar í 1 og 2. deild oft vera of varfærnir út af hræðslu við að missa starfið."

Milan Stefán verður óvinnufær næstu tvo mánuðina eftir aðgerð á hné og hann gæti hugsað sér að stíga til hliðar.

,,Ég er að spá í að taka mér smá frí. Ég verð frá í 2-3 mánuði eftir aðgerðina og í vetur ætla ég að klára UEFA Pro. Grindavík vill ekki missa mig og þeir gáfu mér séns í sumar þegar gekk illa. VIð vorum á endanum besta liðið í seinni umferðinni með sjö sigra, tvö jafntefli og tvö töp."

,,VIð misstum sjö leikmenn frá því í fyrra og þeir 3-4 leikmenn sem ég fékk voru ekki nógu góðir. Einar Karl Ingvarsson og Ómar Friðriksson komu um mitt mót og stóðu sig vel en aðrir leikmenn sem komu stóðust ekki væntingar og við sendum meðal annars (Joe) Yoffe hei. Ég get sagt að það sé mér að kenna að fá ekki nógu góða leikmenn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner