Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 22. september 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Neitar að kenna Vidic um töpuð stig
Vidic gerði vond mistök sem kostuðu mark.
Vidic gerði vond mistök sem kostuðu mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Walter Mazzarri, þjálfari Inter, vildi ekki kenna Nemanja Vidic um 1-1 jafntefli liðsins gegn Palermo í Seríu A í gærkvöldi.

Þegar einungis þrjár mínútur voru liðnar af leiknum gerði þessi fyrrum fyrirliði Manchester United hræðileg mistök sem gerðu það að verkum að Franco Vazquez skoraði. Mateo Kovacic jafnaði svo metin.

,,Þessi mistök hjá Vidic voru eins og þegar boltinn fer á milli fóta markvarðar. Þetta gerist einu sinni á 100 ára fresti," sagði Mazzarri við Sky Italia.

,,Hann er mjög reyndur leikmaður en svona hlutir geta gerst við alla. Við vorum að slá met í að halda hreinu en fengum á okkur mark eftir þrjár mínútur, þannig að enginn þarf að ræða það frekar!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner