Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 22. september 2014 19:08
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Stjarnan Íslandsmeistari 2014
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði öll mörk Stjörnunnar í dag.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði öll mörk Stjörnunnar í dag.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Stjarnan Íslandsmeistari
Stjarnan Íslandsmeistari
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Næstsíðustu umferð Pepsi-deildar kvenna var að ljúka þar sem Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á fallbaráttuliði Aftureldingar í Garðabænum.

Blikakonur lögðu botnlið ÍA og enda því í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Þór/KA sem lagði Fylki með marki frá Lillý Rut Hlynsdóttur.

FH tapaði fyrir Selfyssingum og er enn í harðri fallbaráttu við Aftureldingu, sem tapaði fyrir Stjörnunni og þarf að vinna Fylki í lokaumferðinni og vona að FH tapi á Akureyri til að halda sér uppi.

Valur tapaði þá enn einum leiknum þegar Eyjakonur hirtu þrjú stig á Vodafonevellinum við Hliðarenda.

Breiðablik 3 - 1 ÍA
1-0 Rakel Hönnudóttir ('24)
2-0 Fanndís Friðriksdóttir ('45, víti)
3-0 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('80)
3-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('90)

FH 1 - 4 Selfoss
0-1 Eva Lind Elíasdóttir ('36)
1-1 Margrét Sveinsdóttir ('48)
1-2 Guðmunda Brynja Óladóttir ('52)
1-3 Eva Lind Elíasdóttir ('55)
1-4 Kristrún Rut Antonsdóttir ('83)

Fylkir 0 - 1 Þór/KA
0-1 Lillý Rut Hlynsdóttir ('50)

Valur 1 - 3 ÍBV
0-1 Bryndís Hrönn Kristinsdóttir ('31)
1-1 Dóra María Lárusdóttir ('49)
1-2 Shaneka Jodian Gordon ('67)
1-3 Vesna Elísa Smiljkovic ('69)

Stjarnan 3 - 0 Afturelding
1-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('66)
2-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('75)
3-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('78)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner