mán 22. september 2014 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ravel Morrison verður lánaður til Cardiff
Ravel Morrison og Jermaine Jenas voru hjá QPR á síðasta tímabili.
Ravel Morrison og Jermaine Jenas voru hjá QPR á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Ravel Morrison, sóknarsinnaður miðjumaður West Ham, er á leið til Arons Einars Gunnarssonar og félaga hjá Cardiff City á lánssamning.

Ole Gunnar Solskjær var rekinn úr stjórastól félagsins á dögunum eftir slæma byrjun í Championship deildinni þar sem liðið er í neðri hluta deildarinnar með 9 stig eftir 8 umferðir.

Morrison hefur verið talinn gríðarlega mikið efni í nokkur ár og var leikmaður Manchester United en var látinn fara til West Ham árið 2012 vegna slæmrar hegðunar utan vallar.

Hann hefur ekki fengið mikinn spilatíma hjá Hömrunum en stóð sig vel á láni með QPR á seinni hluta síðasta tímabils og hjálpaði liðinu að komast upp í Úrvalsdeildina.

Þá var leikmaðurinn nýlega kærður fyrir hótanir og barsmíðar á fyrrverandi kærustu sinni og móður hennar.

Ef það verður af lánssamningnum getur West Ham endurkallað leikmanninn í janúar þarfnist félagið liðsauka.
Athugasemdir
banner
banner