Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. september 2014 10:00
Karitas Þórarinsdóttir
Þórdís Hrönn spáir í leiki 17. umferðar Pepsi-kvenna
Þórdís Hrönn er spámaður 17. umferðarinnar.
Þórdís Hrönn er spámaður 17. umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Þórdís í leik með u19.
Þórdís í leik með u19.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þórdís Hrönn.
Þórdís Hrönn.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikmaður Älta í Svíþjóð spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni. Hún er að spila sitt fyrsta tímabil úti í Svíðþjóð en þar áður var hún leikmaður Breiðabliks. Hún á 28 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands. Þórdís er búin að skora 11 mörk fyrir Älta en liðið situr í 10. sæti deildarinnar af 14, en liðið spilar í 1. deildinni og á ekki möguleika á að komst upp.

Allir leikirnir hefjast klukkan 17:15 í dag.

Valur 2-1 ÍBV
Þetta verður hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Ég trúi því að Valur eigi eftir að taka þennan leik, þær eru tveimur stigum á eftir Eyjakonum og í fjórða neðsta sæti. Þær vilja líklega fá þessi sex stig sem eru í boði þar sem eftir er að þessu sumri.

Stjarnan 3-0 Afturelding
Besta lið sumarsins er að fara mæta Aftureldingu sem er búið að vera í basli og er í fallbaráttu, þær eru samt ekki að fara gefa neitt eftir í þeirri baráttu. Stjarnan tekur þetta 3-0 og eru þar með búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þó að það sé einn leikur eftir. Markamaskínan hún Harpa er að fara skora þrennu.

FH 1-3 Selfoss
FH stelpur verða ennþá að fagna eftir sigurinn á móti Val í umferðinni á undan og tapa því þessum leik 1-3 gegn sterku liði Selfoss. Selfoss stúlkur eiga eftir að taka þetta á viljanum og baráttunni.

Fylkir 1-0 Þór/KA
Bæði lið töpuðum í seinustu umferð og koma því brjálaðar til leiks, með sigri Fylkis þá komast þær fimm stigum á undan Þór/KA. Fyrri leikurinn endaði með jafntefli og verður þetta því hörkuleikur. En hvorugt liðið vill tapa þessum stigum.

Breiðablik 4-0 ÍA
Mitt lið er að fara taka þetta 4-0 og eru góðvinkonur mínar að fara skora öll mörkin, Fjolla Shala er að fara skora þrennu og er Aldís Kara að fara skora eitt og leggja upp öll hin. Svo toppar Fjolla sinn leik með rauðu spjaldi. ÍA stúlkur hafa ekki ennþá unnið leik í deildinni og eiga eftir að koma hættulegar til leiks en Breiðablik á eftir að vera of stór biti fyrir þær.
Athugasemdir
banner
banner