Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. september 2014 11:10
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í enska - Úr utandeildinni í úrvalsliðið
Jamie Vardy átti frábæran leik í gær.
Jamie Vardy átti frábæran leik í gær.
Mynd: Getty Images
Leicester City vann ótrúlegan 5-3 sigur á Manchester United um helgina í enska boltanum og West Ham lagði Liverpool. Frank Lampard skoraði gegn gömu félögunum í 1-1 jafntefli Manchester City og Chelsea.

Garth Crooks sér um að velja lið vikunnar fyrir BBC og hér má sjá val hans þessa vikuna.



Markvörður - Wojciech Szczesny (Arsenal)
Pólski landsliðsmarkvörðurinn átti mikilvægar vörslur gegn Aston Villa, sú mikilvægasta var frá Ciaran Clark.

Varnarmaður - Nathaniel Clyne (Southampton)
Spilar betur en nokkru sinni fyrr eftir að Ronald Koeman tók við Dýrlingunum.

Varnarmaður - Kieran Gibbs (Arsenal)
Átti 90 snertingar á boltann i sigrinum gegn Aston Villa.

Varnarmaður - Winston Reid (West Ham)
Varðist vel gegn Liverpool auk þess að skora mark.

Varnarmaður - Wes Morgan (Leicester)
Það er ekki oft sem varnarmaður úr liði sem fær þrjú mörk á sig er valinn en frammistaða Leicester var svo sannarlega sérstök.

Miðjumaður - Stewart Downing (West Ham)
Stór ástæða fyrir góðri byrjun West Ham á tímabilinu.

Miðjumaður - Mesut Özil (Arsenal)
Eftir mikla gagnrýni sýndi Özil sínar bestu hliðar um helgina.

Miðjumaður - Niko Kranjcar (QPR)
Það kom mörgum á óvart þegar Harry Redknapp sótti þennan leikmann en Harry veit hvað hann syngur!

Framherji - Victor Moses (Stoke)
Hefur meiri hæfileika en hannn náði að sýna hjá Chelsea og Liverpool.

Framherji - Danny Welbeck (Arsenal)
Skoraði og lagði upp gegn Aston Villa. Svaraði gagnrýnisröddum á réttan hátt.

Framherji - Jamie Vardy (Leicester)
Spilaði fyrir Halifax í utandeildinni fyrir þremur árum en sundurtætti Manchester United um helgina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner