Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. september 2017 10:16
Magnús Már Einarsson
Ási Arnars þjálfar Augnablik og Breiðablik (Staðfest)
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Breiðabliki. Ásmundur mun stýra öðrum og þriðja flokki kvenna og þjálfa lið Augnabliks í 2. deild kvenna.

Augnablik er venslafélag Breiðabliks en þar hafa margir ungir leikmenn fengið eldskírn sína undanfarin ár.

Ásmundur er mjög reyndur þjálfari en hann hefur þjálfað meistaraflokk karla samfleytt síðan árið 2003. Á þeim tíma hefur Ásmundur þjálfað Völsung, Fjölni, Fylki, ÍBV og Fram.

Í sumar var Ásmundur rekinn frá Fram eftir sjö umferðir en sá brottrekstur kom á óvart.

„Tilfinningin var þannig að ég vildi breyta aðeins til," sagði Ásmundur við Fótbolta.net í dag.

„Það voru ýmsir möguleikar og þetta fannst mér mest spennandi af því sem lá fyrir. Þetta er spennandi verkefni að byggja upp leikmenn og reyna að gera þá tilbúna í alvöru bolta."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner