Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. september 2017 10:30
Elvar Geir Magnússon
Fallbaráttan - Hverjir fara niður með Skagamönnum?
Fjögur lið eiga á hættu að falla með ÍA.
Fjögur lið eiga á hættu að falla með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net/Samsett
Ejub Purisevic og lærisveinar í Ólafsvík eru í fallsæti.
Ejub Purisevic og lærisveinar í Ólafsvík eru í fallsæti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Eftir fall Skagamanna í gær eru fjögur lið sem eru í fallhættu og gætu endað í 11. sæti, hinu fallsætinu.

Öll lið deildarinnar eiga tvo leiki eftir.

Víkingur Ólafsvík (20 stig) er sem stendur í fallsæti og er líklegast til að fara niður. Langt er síðan liðið fagnaði sigri og það hefur fengið mikið af mörkum á sig í síðustu leikjum og er með mjög neikvæða markatölu.

ÍBV (22) er tveimur stigum fyrir ofan Ólsara og þar fyrir ofan eru Fjölnir og Breiðablik (bæði 24) sem gætu enn farið niður ef Ólsarar ljúka mótinu á tveimur sigurleikjum.

Á sunnudaginn mætast Breiðablik og ÍBV í Kópavoginum. Hér að neðan má sjá þá leiki sem liðin í fallbaráttunni eiga eftir.

Breiðablik 24 stig
ÍBV heima (24. sept)
FH úti (30. sept)

Fjölnir 24 stig
KR heima (24. sept)
Grindavík úti (30. sept)

ÍBV 22 stig
Breiðablik úti (24. sept)
KA heima (30. sept)

Víkingur Ó. 20 stig
FH heima (24. sept)
ÍA úti (30. sept)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner