Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 22. september 2017 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: mbl.is 
Hjörtur Logi líklega að snúa heim - Vill helst fara í FH
Mynd: Getty Images
Hjörtur Logi Valgarðsson mun leita á önnur mið þegar samningur hans hjá sænska liðinu Örebro rennur út eftir tímabilið.

Í samtali við mbl.is staðfestir hann að hann sé líklega að snúa heim til Íslands, í Hafnarfjörðinn.

„Það eru góðar lík­ur á því að ég komi heim. Ég veit af áhuga FH og fleiri liðum á Íslandi en ég bara það mik­ill FH-ing­ur að það yrði erfitt að fara í annað lið," sagði Hjörtur við mbl.

Hjörtur fór út í atvinnumennsku árið 2011 eftir að hafa spilað í nokkur ár með FH í efstu deild.

Það er ljóst að það yrði gríðarlegur liðsstyrkur í Hirti fyrir hvaða lið sem er í Pepsi-deildinni, en hann var einn allra besti leikmaður deildarinnar þegar hann lék hér heima síðast.
Athugasemdir
banner
banner